Daginn.
Nú var Alþingiskosningunum að ljúka og margt nýtt þingfólk að koma inn. Af því tilefni var ég að íhuga hvort við gætum undirritað opinbera yfirlýsingu til Alþingis þar sem við biðjum um að ljósmyndir teknar af Alþingismönnum verði héðan í frá gefnar út undir Creative Commons leyfi, helst CC0 eða CC-BY, og unnið að því að endurútgefa aðrar ljósmyndir sem eru í þeirra vörslu undir sama leyfi.
Einnig er hægt að grípa tækifærið og hvetja Alþingi til að gera slíkt hið sama við önnur gögn í fórum þess, í þeim tilvikum þar sem vafi er á hvort gögnin séu utan höfundaréttar eða ekki.
Ljósmyndirnar verða líklegast teknar áður en hægt er að stofna WikiMedia Ísland svo ég mæli með því að yfirlýsingin verði undirrituð fyrir hönd undirbúningshópsins og/eða nafngreindra einstaklinga. Einnig gætu önnur áhugasöm samtök tekið þátt í yfirlýsingunni.
Get unnið að drögum að slíkri yfirlýsingu ef tillagan fær góðan hljómgrunn.
Með kveðju, Svavar Kjarrval
Ég býst við því að hinir nýju alþingismenn skaffi myndir af sér sjálfir og þá þurfi að ná í skottið á viðkomandi ljósmyndara til að gefa myndina út með CC leyfi.
En ég þekki til á skrifstofu Alþingis og skal spyrjast fyrir um þetta þar. Sennilega þá sendir skrifstofan öllum þingmönnunum bréf og óska eftir ljósmynd og það vær hægt að fá þau til að óska eftir því að viðkomandi ljósmyndir verði skráðar CC af hálfu viðkomandi ljósmyndara.
kv Bragi
Ég er búin að hafa samband við ritstjóra alþingisvefsinns en hún sér um svona mál og ætlar hún að skoða þetta, það er, hvernig eða hvort skrifstofa Alþingis getur beitt sér eitthvað í þessu mál og tryggt að nýjar ljósmyndir verði framvegis skráðar með CC0 eða CC-BY leyfum. Þetta kallar á breytingar á verklagsreglum hjá þeim svo ég tel best að fara þessa leið til þess að tryggja það að framvegis verði allar ljósmyndir skráðar með þessum hætti.
En skrifstofa Alþingis heyrir undir Forsætisnefnd og strangt til tekið má hún ekki taka sjálfstæðar ákvarðanir um breytingar sem snerta lög nema með samráði við lögfræðinga nefndarinnar svo þetta gæti tekið einhvern tíma að komast í gegn en vonandi tekst að fá þessu breytt og að þá verði að minstakosti allar myndir framvegis skráðar með CC leyfi.
kv Bragi
Fékk fyrirspurn frá Alþingi um nánari skilgreiningu á CC leyfum og eru þau aðeins að vandræðast með þetta gagnvart ljósmyndurunum. CC0 virðist ekki koma til greina að fara fram á að þeirra hálfu og helst vilja þau að notað sé í mestalagi CC-BY-ND. Er það nóg fyrir Commons? Eða gerir Commons kröfu um að afleyður séu leyfðar? Hef aldrei verið með þetta á hreinu sjálfur enda alltaf skráð allar mínar myndir PD/CC0
kv Bragi
Ég er að heyra það á þeim á skrifstofu Alþingis að það standi í þeim að fara fram á það við ljósmyndara að gefa eftir leyfi til að það megi byggja á myndunum eða nota þær í hagnaðarskini og því sé ekki rétta leiðin að fá þessar myndir í gegnum þau. Frekar að hafa samband við flokkana sjálfa (eins og mig minnir að Bjarki hafi verið búin að stinga upp á núna fyrir kosningar) og fá þá til að skaffa myndir undir CC-BY.
kv Bragi
Hæ. Svara nokkrum póstum í einu.
En skrifstofa Alþingis heyrir undir Forsætisnefnd og strangt til tekið
má hún ekki taka sjálfstæðar ákvarðanir um breytingar sem snerta lög nema með samráði við lögfræðinga nefndarinnar svo þetta gæti tekið einhvern tíma að komast í gegn en vonandi tekst að fá þessu breytt og að þá verði að minstakosti allar myndir framvegis skráðar með CC leyfi.
Strangt til tekið er ekki um neinar lagabreytingar að ræða. En ef þú meintir breytingar á verkferlum, þá get ég vel skilið það. Miðað við að ég hafði heyrt af þessu áður, þá er þetta langt frá því nýtt vandamál og kemur mér óvart að frjáls leyfi hafi ekki verið íhuguð fyrr.
CC0 virðist ekki koma til greina að fara fram á að þeirra hálfu og
helst vilja þau að notað sé í mestalagi CC-BY-ND. Er það nóg fyrir Commons? Eða gerir Commons kröfu um að afleyður séu leyfðar?
Commons leyfir ekki ND útgáfu leyfisins því almenna reglan er sú að breytingar ættu að vera leyfðar. Einnig er NC ekki í lagi. Þær CC leyfisútgáfur sem ég veit að eru örugglega í lagi eru CC0, CC-BY og CC-BY-SA.
Ég er að heyra það á þeim á skrifstofu Alþingis að það standi í þeim
að fara fram á það við ljósmyndara að gefa eftir leyfi til að það megi byggja á myndunum eða nota þær í hagnaðarskini og því sé ekki rétta leiðin að fá þessar myndir í gegnum þau.
Hugmyndin var sett fram þegar ég hélt að Alþingi réði ljósmyndara til að taka myndirnar. En fyrst aðstæðurnar eru þannig að það getur verið fjöldi ljósmyndara, þá gæti Alþingi vakið athygli á þessum möguleika í stað þess að krefjast þess að myndirnar séu undir frjálsu leyfi.
Frekar að hafa samband við flokkana sjálfa (eins og mig minnir að
Bjarki hafi verið búin að stinga upp á núna fyrir kosningar) og fá þá til að skaffa myndir undir CC-BY.
Gætum beðið flokkana um ljósmyndir af þingmönnum sem Alþingi fær ekki undir CC leyfi. Og slíkt hið sama fyrir myndir af fyrrverandi þingmönnum.
Með kveðju, Svavar Kjarrval
On 30/04/13 10:17, Bragi Halldorsson wrote:
Ég er að heyra það á þeim á skrifstofu Alþingis að það standi í þeim að fara fram á það við ljósmyndara að gefa eftir leyfi til að það megi byggja á myndunum eða nota þær í hagnaðarskini og því sé ekki rétta leiðin að fá þessar myndir í gegnum þau. Frekar að hafa samband við flokkana sjálfa (eins og mig minnir að Bjarki hafi verið búin að stinga upp á núna fyrir kosningar) og fá þá til að skaffa myndir undir CC-BY.
kv Bragi
WikiIS-l mailing list WikiIS-l@lists.wikimedia.org https://lists.wikimedia.org/mailman/listinfo/wikiis-l
Þau ætla að skoða þetta hjá skrifstofu Alþingis en fyrirfram geri ég mér ekki miklar vonir um að breyting verði á þessu hjá þeim að minstakosti ekki nema að skrá þær með ND leyfi hið minnsta. Líklegra held ég að hægt væri að herja á flokkana sjálfa. En að fá skrifstofu Alþingis til að breyta sínum verklagsreglum held ég að sé langtímamarkmið rétt eins og með ráðuneytin og undirstofnanir ríkisins.
kv Bragi