Sæl öll,
Fyrir mörgum árum var uppi umræða um stofnun Wikimedia-félags á Íslandi
en hún fjaraði út og hefur legið í dvala lengi. Ég vil gjarnan lífga
þetta við og sjá WMIS verða að veruleika. WMF mælir þó ekki með því að
gengið sé frá opinberri skráningu og formlegri stofnun félags fyrr en
sýnt er fram á að virkur kjarni félagsmanna sé til staðar þannig að
fyrst þurfum við að sýna fram á það að við getum komið hlutum í verk sem
óformlegur félagsskapur. Ef það hjálpar til, þá eru þau hjá WMF tilbúin
til þess að leyfa svona óformlegum hópum wikiáhugamanna að nota nafn og
logo WMF en það er þá hvert verkefni metið fyrir sig.
Kjörið er að lífga við þennan póstlista til þess að varpa fram hugmyndum
að hentugum verkefnum en ég held jafnframt að það gæti verið gagnlegt að
áhugasamir einstaklingar hittist og fundi um stöðuna og næstu mögulegu
skref. Ég hef undanfarið verið að kanna stöðuna á íslensku útgáfum
Wikimedia-verkefnanna og punkta hjá mér athugasemdir og pælingar en það
er ljóst að Wikipedia þarf á rækilegri innspýtingu að halda, svo ekki sé
nú minnst á litlu systurnar hennar. Ég hef einnig tekið frá IRC-rásina
#wikimedia-is á Freenode þar sem ræða má þessi mál.
--
Bjarki Sigursveinsson
+354 8215644
Mánagötu 8
105 Reykjavík
Iceland