Hæ. Svara nokkrum póstum í einu.

> En skrifstofa Alþingis heyrir undir Forsætisnefnd og strangt til tekið má hún ekki taka sjálfstæðar ákvarðanir um breytingar sem snerta lög nema með samráði við lögfræðinga nefndarinnar svo þetta gæti tekið einhvern tíma að komast í gegn en vonandi tekst að fá þessu breytt og að þá verði að minstakosti allar myndir framvegis skráðar með CC leyfi.

Strangt til tekið er ekki um neinar lagabreytingar að ræða. En ef þú meintir breytingar á verkferlum, þá get ég vel skilið það. Miðað við að ég hafði heyrt af þessu áður, þá er þetta langt frá því nýtt vandamál og kemur mér óvart að frjáls leyfi hafi ekki verið íhuguð fyrr.

> CC0 virðist ekki koma til greina að fara fram á að þeirra hálfu og helst vilja þau að notað sé í mestalagi CC-BY-ND. Er það nóg fyrir Commons? Eða gerir Commons kröfu um að afleyður séu leyfðar?

Commons leyfir ekki ND útgáfu leyfisins því almenna reglan er sú að breytingar ættu að vera leyfðar. Einnig er NC ekki í lagi. Þær CC leyfisútgáfur sem ég veit að eru örugglega í lagi eru CC0, CC-BY og CC-BY-SA.

> Ég er að heyra það á þeim á skrifstofu Alþingis að það standi í þeim að fara fram á það við ljósmyndara að gefa eftir leyfi til að það megi byggja á myndunum eða nota þær í hagnaðarskini og því sé ekki rétta leiðin að fá þessar myndir í gegnum þau.

Hugmyndin var sett fram þegar ég hélt að Alþingi réði ljósmyndara til að taka myndirnar. En fyrst aðstæðurnar eru þannig að það getur verið fjöldi ljósmyndara, þá gæti Alþingi vakið athygli á þessum möguleika í stað þess að krefjast þess að myndirnar séu undir frjálsu leyfi.

> Frekar að hafa samband við flokkana sjálfa (eins og mig minnir að Bjarki hafi verið búin að stinga upp á núna fyrir kosningar) og fá þá til að skaffa myndir undir CC-BY.

Gætum beðið flokkana um ljósmyndir af þingmönnum sem Alþingi fær ekki undir CC leyfi. Og slíkt hið sama fyrir myndir af fyrrverandi þingmönnum.

Með kveðju,
Svavar Kjarrval

On 30/04/13 10:17, Bragi Halldorsson wrote:
Ég er að heyra það á þeim á skrifstofu Alþingis að það standi í þeim að fara fram á það við ljósmyndara að gefa eftir leyfi til að það megi byggja á myndunum eða nota þær í hagnaðarskini og því sé ekki rétta leiðin að fá þessar myndir í gegnum þau. Frekar að hafa samband við flokkana sjálfa (eins og mig minnir að Bjarki hafi verið búin að stinga upp á núna fyrir kosningar) og fá þá til að skaffa myndir undir CC-BY.

kv
Bragi


_______________________________________________
WikiIS-l mailing list
WikiIS-l@lists.wikimedia.org
https://lists.wikimedia.org/mailman/listinfo/wikiis-l