Ég er búin að hafa samband við ritstjóra alþingisvefsinns en hún sér um svona mál og ætlar hún að skoða þetta, það er, hvernig eða hvort skrifstofa Alþingis getur beitt sér eitthvað í þessu mál og tryggt að nýjar ljósmyndir verði framvegis skráðar með CC0 eða CC-BY leyfum. Þetta kallar á breytingar á verklagsreglum hjá þeim svo ég tel best að fara þessa leið til þess að tryggja það að framvegis verði allar ljósmyndir skráðar með þessum hætti.

En skrifstofa Alþingis heyrir undir Forsætisnefnd og strangt til tekið má hún ekki taka sjálfstæðar ákvarðanir um breytingar sem snerta lög nema með samráði við lögfræðinga nefndarinnar svo þetta gæti tekið einhvern tíma að komast í gegn en vonandi tekst að fá þessu breytt og að þá verði að minstakosti allar myndir framvegis skráðar með CC leyfi.

kv
Bragi