Þetta eru flottar hugmyndir hjá Svavari, sérstaklega varðandi Wikisource. Ég hef verið að fríska aðeins upp á það verkefni og núna er það tilbúið til þess að taka við skönnuðum bókum úr höfundarétti sem er hægt að lesa yfir og færa inn í Wikisource í gegnum innbyggt yfirlestrarkerfi á vefnum. Íslenskar leiðbeiningar um kerfið eru hér: http://is.wikisource.org/wiki/Hj%C3%A1lp:Textar en það er talsvert verk eftir við að þýða öll viðmið og leiðbeiningar yfir á íslensku. Dæmi um verk sem er í vinnslu er Ævisaga Jóns Indíafara (http://is.wikisource.org/wiki/Index:%C3%86fisaga_J%C3%B3ns_%C3%93lafssonar.d...). Þegar síðurnar hafa verið lesnar yfir er hægt að safna textunum af þeim saman í kafla eins gert hefur verið hér: http://is.wikisource.org/wiki/%C3%86fisaga_J%C3%B3ns_%C3%93lafssonar_Ind%C3%...
Óformlegur hittingur vegna mögulegrar stofnunar Wikimedia Ísland verður á efri hæð kaffihússins Glætunnar á Laugavegi 19 sunnudaginn 3. feb kl. 16:30. Ég hvet alla áhugasama um framgang Wikimedia á Íslandi til þess að mæta svo að það sjáist hversu sterkt baklandið er í raun. Þeir sem ekki komast þá en hafa samt áhuga mega auðvitað einnig láta vita af sér.
kv. Bjarki
On 18.1.2013 22:42, Svavar Kjarrval wrote:
Það er þarft verk að auka virkni á íslensku Wikimedia verkefnunum og einnig auka virkni fleiri einstaklinga svo viðhald verkefnanna sé ekki á herðum fárra.
Nú er ég að taka þátt í ýmsum verkefnum sem gæti verið hægt að tengja við íslenska verkefnin. Þau myndu samt krefjast einhverrar aukavinnu sem ég get því miður ekki staðið einn í. Þau eru aðallega:
- Gerð orðtíðnilista þar sem ég mun taka saman ýmsa prófarkarlesna
texta sem ég finn og reikna út hversu oft hvert orð kemur fyrir. Þann lista gæti ég blandað saman við lista yfir greinar á íslenska Wiktionary og séð tíðustu orðin sem hafa ekki grein með sama nafni. 2) Bæta Wikistats ( http://www.kjarrval.is/wiki/) svo það komi fram meira um greinarnar, til dæmis hvort þær séu til, eru merktar sem stubbar og hversu langar þær eru. 3) Fá lista yfir vinsælustu greinarnar á ensku Wikimedia verkefnunum og viðhalda lista yfir þær greinar sem skortir tengingu við þau íslensku. Gæti gagnast til að meta hvort íslensku útgáfur greinanna eru til enda gæti það gefið til kynna að greinina vanti inn á íslenska hluta verkefnisins. 4) Er í samstarfi við Óla Gneista sem er með rafbokavefur.is og lánaði honum bókaskanna sem ég (og afi minn) smíðuðum. Hann skannar aðallega inn bækur með útrunninn höfundarétt. Eintök gætu einnig ratað inn á Wikisource. 5) Gæti sett inn á Wikisource bækur úr höfundarétti sem finnast á baekur.is. Núverandi fjöldi bóka þar er um 553 en það þyrfti að fara yfir stöðu höfundaréttar á sumum þeirra. Mikið af ritum sem eru svo gömul að það væri betra að skrifa þau upp heldur en að ljóslesa. 6) Gæti náð í innskönnuð þingskjöl og erindi til Alþingis og sett inn á Wikisource. Þingskjölin eru held ég um 96 þúsund en veit ekki fjölda erinda. Myndi ekki gera þetta nema með nokkuð sjálfvirkum hætti. 7) Er að reyna að redda innskönnuðum Alþingistíðindum. Ef það tekst get ég sett þau inn á Wikisource.
Ætla samt ekki að lofa neinu og þetta er líka byggt á áhuga og vilja fólks til að halda áfram að vinna með þau gögn sem ég get reddað.
- Svavar Kjarrval
On 18/01/13 20:35, Bjarki Sigursveinsson wrote:
Sæl öll,
Fyrir mörgum árum var uppi umræða um stofnun Wikimedia-félags á Íslandi en hún fjaraði út og hefur legið í dvala lengi. Ég vil gjarnan lífga þetta við og sjá WMIS verða að veruleika. WMF mælir þó ekki með því að gengið sé frá opinberri skráningu og formlegri stofnun félags fyrr en sýnt er fram á að virkur kjarni félagsmanna sé til staðar þannig að fyrst þurfum við að sýna fram á það að við getum komið hlutum í verk sem óformlegur félagsskapur. Ef það hjálpar til, þá eru þau hjá WMF tilbúin til þess að leyfa svona óformlegum hópum wikiáhugamanna að nota nafn og logo WMF en það er þá hvert verkefni metið fyrir sig.
Kjörið er að lífga við þennan póstlista til þess að varpa fram hugmyndum að hentugum verkefnum en ég held jafnframt að það gæti verið gagnlegt að áhugasamir einstaklingar hittist og fundi um stöðuna og næstu mögulegu skref. Ég hef undanfarið verið að kanna stöðuna á íslensku útgáfum Wikimedia-verkefnanna og punkta hjá mér athugasemdir og pælingar en það er ljóst að Wikipedia þarf á rækilegri innspýtingu að halda, svo ekki sé nú minnst á litlu systurnar hennar. Ég hef einnig tekið frá IRC-rásina #wikimedia-is á Freenode þar sem ræða má þessi mál.
WikiIS-l mailing list WikiIS-l@lists.wikimedia.org https://lists.wikimedia.org/mailman/listinfo/wikiis-l