Hæ.
Þar sem það er ekki til listi fyrir íslenska Wiktionary sendi ég þetta hingað.
Var að spá hvort við ættum að byrja á því að skilgreina allar orðmyndir á orðasíðunum sjálfum í stað þess að vísa í sér orðmyndasíðu. Einn ókosturinn við það er ef orðið hefur nokkuð margar orðmyndir er að það gæti tekið mikið skjápláss. Á móti kemur að þeir þurfa ekki að fletta aftur eða athuga sérstaklega ef þær eru til eða ekki.
Hvað finnst ykkur?
Með kveðju, Svavar Kjarrval
Í framhaldi af þessu vil ég skoða hvort tilefni sé til þess að endurbæta orðmyndasniðin svo þau styðji allar orðmyndir hvers orðs. Sem undirbúning ákvað ég að þýða þau atriði í IFD markamenginu ( http://linguist.is/icelandic_treebank/IFD_Tagset) sem gætu skipt máli. Það væri frábært ef einhver gæti farið yfir þýðinguna og látið mig vita, hvort sem það eru villur í henni eða ekki. Einnig hvort mörkin sem ég sleppti ættu samt að vera inni.
Hugmyndin er að meta hvort núverandi snið styðji allar þær orðmyndir sem eru mögulegar og ef ekki, bæta úr því. Svo ég taki einfalt dæmi, þá vitum við að nafnorð eru með kyn, tölu, fall og með möguleika á því að hafa greini. Við vitum að hvert nafnorð getur bara haft eitt kyn en geta verið í eintölu, fleirtölu; nefnifalli, þolfalli, þágufalli, eignarfalli; og með greini. Með því að fletta upp á nafnorðasniðunum sjáum við að skiptingin þar er fullnægjandi þó til séu tilvik þar sem ekki eru til orðmyndir í eintölu (feðgar) eða fleirtölu (sykur) og stundum á greinirinn ekki við (Stokkhólmur).
Nú er ég eingöngu áhugamaður um málfræði en ekki sérfræðingur. Þess vegna væri frábært ef einhver sæi sér fært að vera mér innan handar ef ég þarf að spyrja út í málfræðileg atriði eða hefði slatta af málfræðilegum skilgreiningum eins og t.d. "eingöngu sagnir í lýsingarhætti þátíðar fallbeygjast". Ef ekki, mælt með riti sem gæti hjálpað mér við þetta verkefni, helst einhverju sem er einfalt að fletta upp í.
RSVP.
- Svavar Kjarrval
On 03/03/13 17:09, Svavar Kjarrval wrote:
Hæ.
Þar sem það er ekki til listi fyrir íslenska Wiktionary sendi ég þetta hingað.
Var að spá hvort við ættum að byrja á því að skilgreina allar orðmyndir á orðasíðunum sjálfum í stað þess að vísa í sér orðmyndasíðu. Einn ókosturinn við það er ef orðið hefur nokkuð margar orðmyndir er að það gæti tekið mikið skjápláss. Á móti kemur að þeir þurfa ekki að fletta aftur eða athuga sérstaklega ef þær eru til eða ekki.
Hvað finnst ykkur?
Með kveðju, Svavar Kjarrval
Sælir
Mér til mikillar mæðu sé ég að Daníel Alexandersson nokkur hefur keypt lénið wikipedia.is (http://www.wikipedia.is/) þar sem hann tengir með annars vegar í Wikipediu-verkefnin og hins vegar er hann með auglýsingar í
http://www.loftidstudio.is/ - sem er ekki til http://www.frik.is/ - sem er fatabúð á netinu
og loks er einhver dauður tengill í Google Ads.
Þetta er náttúrulega frekar ömurlegt. Hvað getum við gert? Kvartað til Anonymous?
Kv, Hrafn
Það er nokkuð langt síðan þetta gerðist. Eftir því sem ég skil hlutina þá verðum við að vera með Wikimedia félag á íslandi, viðurkennt af því alþjóðlega og þá getum við óskað eftir því að INTÍS endurúthluti okkur léninu sem og þeir myndu gera. En á meðan við erum ekki formlegur umboðsaðili wikimedia þá getum við ekkert gert, höfum bara sama rétt og núverandi eigandi lénsinns. En með formlegu félagi yrði lénið tekið af honum og okkur úthlutað því samkvæmt reglum INTÍS (Maríusar).
kv Bragi
Við getum náttúrulega haft samband og beðið þennan Daníel kurteisislega að afhenda okkur lénið.
Þann þriðjudagur 5 Mars 2013 13:48 GMT, skrifaði Bragi Halldorsson bragi@this.is:
Það er nokkuð langt síðan þetta gerðist. Eftir því sem ég skil hlutina þá verðum við að vera með Wikimedia félag á íslandi, viðurkennt af því alþjóðlega og þá getum við óskað eftir því að INTÍS endurúthluti okkur léninu sem og þeir myndu gera. En á meðan við erum ekki formlegur umboðsaðili wikimedia þá getum við ekkert gert, höfum bara sama rétt og núverandi eigandi lénsinns. En með formlegu félagi yrði lénið tekið af honum og okkur úthlutað því samkvæmt reglum INTÍS (Maríusar).
kv Bragi _______________________________________________ WikiIS-l mailing list WikiIS-l@lists.wikimedia.org https://lists.wikimedia.org/mailman/listinfo/wikiis-l
Já, en hver erum „við“? Við þyrftum svo aftur að afhenda wikimediafélaginu það þegar okkur loksins tekst að stofna það.
Reglur ISNIC gefa kost á að krefjast umskráningar á léninu ef um er að ræða forgang byggðum á skráðu vörumerki. Efast um að WikiMedia foundation sé ánægt með að forsíðan sé notuð á þennan hátt. Við gætum sent þeim ábendingu um þetta og mælt með framangreindri aðgerð nema Daníel sé tilbúinn til að umskrá lénið án eftirmála.
En við ættum samt að spyrja Daníel fyrst hvort hann sé tilbúinn til þess að umskrá lénið án slíkra aðgerða. Samkvæmt skráningarskírteininu á isnic.is skráði Daníel lénið þann 20. september 2010 og er því næsta endurnýjun 20. september nú í ár. Miðað við þann langa tíma sem hann hefur haft lénið virðist hann annaðhvort hafa áhuga á Wikipedia eða hann er að cybersquatta. Vil hallast að því fyrrnefnda þar til annað kemur í ljós.
- Svavar Kjarrval
On 05/03/13 13:40, Hrafn H Malmquist wrote:
Sælir
Mér til mikillar mæðu sé ég að Daníel Alexandersson nokkur hefur keypt lénið wikipedia.is (http://www.wikipedia.is/) þar sem hann tengir með annars vegar í Wikipediu-verkefnin og hins vegar er hann með auglýsingar í
http://www.loftidstudio.is/ - sem er ekki til http://www.frik.is/ - sem er fatabúð á netinu
og loks er einhver dauður tengill í Google Ads.
Þetta er náttúrulega frekar ömurlegt. Hvað getum við gert? Kvartað til Anonymous?
Kv, Hrafn
WikiIS-l mailing list WikiIS-l@lists.wikimedia.org https://lists.wikimedia.org/mailman/listinfo/wikiis-l
Samála ykkur að best er að tala við hann sjálfan fyrst, sorry að ég ruglaðist á INTÍS og ISNIC, er ennþá bara svo fastur í því þegar Maríus réði öllu persónulega um .is lénin. En hver ætti þa´að vera skráður fyrir léninu?
kv Bragi
Helst WikiMedia Foundation. Tja, nema þeir veiti okkur heimild til þess að halda utan um lénaskráninguna. Annars þurfa þeir að ráða agent til þess sem er viðurkenndur af ISNIC (með tilheyrandi aukagreiðslum). Wikipedia.de er allavega skráð beint á WikiMedia félagið þar, Wikimedia Deutschland e.V.
- Svavar Kjarrval
On 05/03/13 13:59, Bragi Halldorsson wrote:
Samála ykkur að best er að tala við hann sjálfan fyrst, sorry að ég ruglaðist á INTÍS og ISNIC, er ennþá bara svo fastur í því þegar Maríus réði öllu persónulega um .is lénin. En hver ætti þa´að vera skráður fyrir léninu?
kv Bragi _______________________________________________ WikiIS-l mailing list WikiIS-l@lists.wikimedia.org https://lists.wikimedia.org/mailman/listinfo/wikiis-l
Gæti semsagt wikimediafélag hér á landi með viðurkenningu sem málsvari WikiMedia Foundation (eða er það ekki það sem slíkt félag yrði?) verið handhafi lénsinns?
Ég efast um að samtökin myndu samþykkja að WikiMedia Ísland yrði viðurkenndur málsvari samtakanna en eru örugglega opnari fyrir því að leyfa félaginu að vera skráður handhafi lénsins.
Spurning hvort það væri ekki betra að stofna WikiMedia Ísland fyrst og síðan biðja Daníel kurteisislega um að afhenda okkur lénið. Ef það gengur ekki, gæti WikiMedia Foundation farið í málið.
- Svavar Kjarrval
On 05/03/13 14:16, Bragi Halldorsson wrote:
Gæti semsagt wikimediafélag hér á landi með viðurkenningu sem málsvari WikiMedia Foundation (eða er það ekki það sem slíkt félag yrði?) verið handhafi lénsinns?
WikiIS-l mailing list WikiIS-l@lists.wikimedia.org https://lists.wikimedia.org/mailman/listinfo/wikiis-l
Þann þri 5.mar 2013 14:16, skrifaði Bragi Halldorsson:
Gæti semsagt wikimediafélag hér á landi með viðurkenningu sem málsvari WikiMedia Foundation (eða er það ekki það sem slíkt félag yrði?) verið handhafi lénsinns?
Væri mögulegt að gera þetta í gegnum FSFÍ? Það eru skráð félagasamtök sem eiga að sameina ýmis verkefni sem tengjast frjálsri þekkingu, frjálsri menningu, frjálsum hugbúnaði, frjálsum samskiptum - einmitt til þess að það þurfi ekki að stofna "obb'slega" mikið af litlum félögum.
WikiMedia Ísland gæti verið nokkurskonar "deild" innan þess félags.
/Tryggvi - sem er biased þar sem ég er einn af stofnfélögum og titlaður formaður FSFÍ
Leit yfir listann yfir WikiMedia félög og öll hafa þau WikiMedia í nafninu. Það virðist hins vegar ekki vera skylda svo best sem ég sé. Fyrirkomulagið að hafa deild inn í öðru félagi virðist ekki enn hafa hlotið formlegt samþykki hingað til. Samtökin gætu samt haft áhyggjur af því að FSFÍ hafi margt annað að gera líka eða vilja ekki að að formlega samþykkt félög blandi sér í önnur málefni.
Er annars ekki sterkara í samskiptum við hið opinbera ef bæði FSFÍ og WikiMedia Ísland myndu mæla með einhverju eða mótmæla, en ekki bara annað félagið?
Ætti samt ekki að saka að spyrja WikiMedia Foundation að þessu. Hver vill taka það að sér?
- Svavar Kjarrval
On 05/03/13 14:25, Tryggvi Björgvinsson wrote:
Þann þri 5.mar 2013 14:16, skrifaði Bragi Halldorsson:
Gæti semsagt wikimediafélag hér á landi með viðurkenningu sem málsvari WikiMedia Foundation (eða er það ekki það sem slíkt félag yrði?) verið handhafi lénsinns?
Væri mögulegt að gera þetta í gegnum FSFÍ? Það eru skráð félagasamtök sem eiga að sameina ýmis verkefni sem tengjast frjálsri þekkingu, frjálsri menningu, frjálsum hugbúnaði, frjálsum samskiptum - einmitt til þess að það þurfi ekki að stofna "obb'slega" mikið af litlum félögum.
WikiMedia Ísland gæti verið nokkurskonar "deild" innan þess félags.
/Tryggvi - sem er biased þar sem ég er einn af stofnfélögum og titlaður formaður FSFÍ
WikiIS-l mailing list WikiIS-l@lists.wikimedia.org https://lists.wikimedia.org/mailman/listinfo/wikiis-l
Ég er nú þegar búinn að í sambandi við WMF vegna þessa hóps sem við höfum verið að reyna að koma af stað og get spurt að þessu. Ég sé þó ekki fyrir mér að slíkur félagsskapur geti hlotið samþykki WMF sem formlegur samstarfsaðili á Íslandi nema hann standi sjálfstæður og hafi fókusinn eingöngu á WM-verkefnum. En ég er satt best að segja ekki mjög bjartsýnn á það að Wikimedia Ísland verði að veruleika á næstunni þar sem það virðist vanta talsvert upp á að við höfum 10-20 manna kjarna sem hefur áhuga á þessu.
Hvað lénið varðar þá má vel vera að WMF samþykki frekar að FSFÍ sé handhafi lénsins fremur en þriðji aðili sem notar það í ágóðaskyni. Ég skal athuga það. Hvað núverandi handhafa lénsins varðar þá legg ég til að við nálgumst hann varlega og bjóðum honum að klára skráningartímabilið sem hann er búinn að greiða fyrir og afhenda þá lénið að því loknu til þess aðila hér á landi sem getur nýtt það með eðlilegri hætti.
On 5.3.2013 15:01, Svavar Kjarrval wrote:
Leit yfir listann yfir WikiMedia félög og öll hafa þau WikiMedia í nafninu. Það virðist hins vegar ekki vera skylda svo best sem ég sé. Fyrirkomulagið að hafa deild inn í öðru félagi virðist ekki enn hafa hlotið formlegt samþykki hingað til. Samtökin gætu samt haft áhyggjur af því að FSFÍ hafi margt annað að gera líka eða vilja ekki að að formlega samþykkt félög blandi sér í önnur málefni.
Er annars ekki sterkara í samskiptum við hið opinbera ef bæði FSFÍ og WikiMedia Ísland myndu mæla með einhverju eða mótmæla, en ekki bara annað félagið?
Ætti samt ekki að saka að spyrja WikiMedia Foundation að þessu. Hver vill taka það að sér?
- Svavar Kjarrval
On 05/03/13 14:25, Tryggvi Björgvinsson wrote:
Þann þri 5.mar 2013 14:16, skrifaði Bragi Halldorsson:
Gæti semsagt wikimediafélag hér á landi með viðurkenningu sem málsvari WikiMedia Foundation (eða er það ekki það sem slíkt félag yrði?) verið handhafi lénsinns?
Væri mögulegt að gera þetta í gegnum FSFÍ? Það eru skráð félagasamtök sem eiga að sameina ýmis verkefni sem tengjast frjálsri þekkingu, frjálsri menningu, frjálsum hugbúnaði, frjálsum samskiptum - einmitt til þess að það þurfi ekki að stofna "obb'slega" mikið af litlum félögum.
WikiMedia Ísland gæti verið nokkurskonar "deild" innan þess félags.
/Tryggvi - sem er biased þar sem ég er einn af stofnfélögum og titlaður formaður FSFÍ
WikiIS-l mailing list WikiIS-l@lists.wikimedia.org https://lists.wikimedia.org/mailman/listinfo/wikiis-l
WikiIS-l mailing list WikiIS-l@lists.wikimedia.org https://lists.wikimedia.org/mailman/listinfo/wikiis-l