Sæl öll. Við vorum fimm sem mættum á Glætuna í dag (og fleiri sem höfðu
látið vita af sér sem voru með í anda) og áttum gott og gagnlegt spjall
um stöðuna. Við vorum sammála um það að þetta þyrfti að gera oftar og
helst þá fljótlega, t.d. eftir hálfan eða heilan mánuð.
Þó að ekki væri lagt upp með sérstaka dagskrá vantaði ekki umræðuefnin.
Möguleg stofnun Wikimedia félags var rædd og því velt upp hvað slík
félög í öðrum löndum væru helst að gera og hvort að við þyrftum endilega
formbundinn félagsskap til þess að gera þessa hluti. Talað var um að
10-20 áhugasamir þátttakendur væru forsenda þess að halda úti WM félagi.
Á meðal mögulegra verkefna íslensks WM-félags var minnst á a.m.k.
eftirfarandi atriði:
* Þegar stofnanir, söfn og aðrir aðilar eru beðnir um að opna sitt efni
og sín gögn þá er það sterkara að formlegur félagsskapur hafi milligöngu
um það en einstaklingar.
* Kynningarstarf. Það þarf að kynna Wikipediu og önnur WM-verkefni mun
meira með auglýsingum, Facebook-hóp, reglulegum opnum fundum o.s.frv.
* Námskeiðshald um notkun Wikipediu og annara verkefna.
Þá var rætt um stöðuna á Wikipediu og öðrum WM-verkefnum og hvað mætti
betur fara. Menn voru sammála um að lækka þyrfti þröskuldinn fyrir
nýliða að taka þátt og að bæta þyrfti allt hjálparefni á WP til þess að
gera verkefnið aðgengilegra. Jafnframt var rætt um möguleika á því að
búa til leið fyrir almenning, og kannski sérstaklega eldri kynslóðina,
til þess að leggja til texta á Wikipediu án þess að viðkomandi þurfi
sjálfur að stofna greinina. Það færi þá í gegnum okkur sjálfboðaliðana
að vinna með textann og koma honum inn.
Þetta er allt eftir minni og örugglega er ég að gleyma einhverju en
þetta var í það minnsta vel heppnað og þarf tvímælalaust að endurtaka
innan skamms.
kv.
--
Bjarki Sigursveinsson
+354 8215644
Mánagötu 8
105 Reykjavík
Iceland