Daginn.
Nú var Alþingiskosningunum að ljúka og margt nýtt þingfólk að koma inn.
Af því tilefni var ég að íhuga hvort við gætum undirritað opinbera
yfirlýsingu til Alþingis þar sem við biðjum um að ljósmyndir teknar af
Alþingismönnum verði héðan í frá gefnar út undir Creative Commons leyfi,
helst CC0 eða CC-BY, og unnið að því að endurútgefa aðrar ljósmyndir sem
eru í þeirra vörslu undir sama leyfi.
Einnig er hægt að grípa tækifærið og hvetja Alþingi til að gera slíkt
hið sama við önnur gögn í fórum þess, í þeim tilvikum þar sem vafi er á
hvort gögnin séu utan höfundaréttar eða ekki.
Ljósmyndirnar verða líklegast teknar áður en hægt er að stofna WikiMedia
Ísland svo ég mæli með því að yfirlýsingin verði undirrituð fyrir hönd
undirbúningshópsins og/eða nafngreindra einstaklinga. Einnig gætu önnur
áhugasöm samtök tekið þátt í yfirlýsingunni.
Get unnið að drögum að slíkri yfirlýsingu ef tillagan fær góðan hljómgrunn.
Með kveðju,
Svavar Kjarrval