Gott kvöld.
Hér er fundargerð sjálfskipaðs hóps sem hefur það að markmiði að stofna WikiMedia félag. Eftirfarandi skilaboð voru send á Potta allra helstu íslensku WikiMedia verkefnanna. Hér eru þau í wiki-markup.
--- ==Undirbúningur að stofnun Wikimedia félags á Íslandi== Fundur sunnudaginn 7. apríl 2013 á Glætunni kl. 12:30.
===Mættir=== Bjarki Sigursveinsson (Bjarki S á wiki)
Svavar Kjarrval (Svavarl á wiki)
Bragi Halldórsson (Bragi H á wiki)
===Efni=== ====Stofnun deildar innan FSFÍ í stað formlegs Wikimedia félags==== Tryggvi hjá FSFÍ bað Svavar um að gera tillögu að breytingum á lögum FSFÍ svo hægt væri að vera með deildir innan þess og hefur hann skilað því af sér um helgina. Sennilega þyrfti samt aðalfund FSFÍ til að gera þær breytingar.
Getum samkvæmt Wikimedia samt sem áður stofnað sjálfstætt félag og haft stöðu user group en þurfum ekki að vera undir FSFÍ. Samstarf við FSFÍ er ekki nauðsynlegt gagnvart Wikimedia.
'''Niðurstaða'''
Einróma ákvörðun fundarins er að stofna sér félag strax og fá kennitölu fyrir félagið. Sótt um stöðu user group, en reyna að fá að nota nafnið Wikimedia Ísland (Wikimedia Iceland). Fordæmi er til vegna Wikimedia Ghana sem er nafn á fyrirhuguðu user group í Ghana. Reyna að koma því við að lög félagsins væru samkvæmt reglum Wikimedia um chapter upp á að einfalda breytingu yfir í chapter síðar.
Bjarki tekur að sér að fara yfir núverandi drög að lögum og sjá hvort þau standist kröfur Wikimedia og íslenskra yfirvalda. Gera ráð fyrir þriggja manna stjórn ef það flýtir fyrir en núverandi drög að lögunum gera ráð fyrir sex stjórnarmeðlimum.
====Umsókn Wikinews um aðstoð við að skrá Wikinews á Íslandi==== Bjarki er búinn að vera í sambandi við Laura Hale sem hafði samband við okkur í gegnum póstlistann "Icelandic Wikipedia discussion" wikiis-l@lists.wikimedia.org. Wikinews er að skoða hvað það myndi tákna fyrir þau að vera skráð hérlendis ef þingsályktunartillagan sem Alþingi samþykkti um rétt blaðamanna og uppljóstrara gengur eftir.
Ákveðið að halda næsta fund eftir mánuð nema ef eitthvert tilefni kemur upp sem væri ástæða til að flýta honum.
Fundi slitið.
Fundarritari
Bragi Halldórsson ---
Með kveðju, Svavar Kjarrval