Hæ.
Var að detta í hug hvort það væri ekki hægt að koma upp smá átaki meðal okkar að taka upp hljóðdæmi í Wikiorðabókinni? Þetta er eitthvað sem ég held að sé alls ekki í boði í öðrum íslenskum orðabókum af þessari stærðargráðu sem myndi gera „okkar“ orðabók framar hinum hvað þetta varðar. Þá væri hægt að nota sömu upptökur fyrir samnefndar greinar á íslenska Wikipedia (eða lesa upp nöfn Wikipedia greina líka). Þá getum við jafnvel fengið almenning til þess að lesa inn nokkur orð hver þannig að þetta séu ekki sömu raddirnar allan tímann. Það gæti jafnvel vakið athygli ef við gætum skipulagt atburð í kringum þetta.
Það sem þyrfti fyrir slíkan atburð er aðallega: * góður upptökubúnaður (þarf ekki að vera mjög pro) * sjálfboðaliðar sem sjá um upptöku og leiðsögn * staður til að vera á (sem hentar fyrir upptökur) * aðili sem getur hjálpað til með að auglýsa atburðinn til fólks sem hefði líklegast áhuga * skjöl þar sem viðkomandi samþykkir að framlag sitt verði sett fram undir notkunarskilmálum viðkomandi WikiMedia verkefna
Í þessu tilviki var ég að hugsa um einhvern háskólann eða stað þar sem nokkuð margir eru á hvort sem er (svo ákveðinn kjarni þurfi ekki að fara langt til þess að taka þátt). Einnig væri hægt að fá fólk í fræðigreinum til þess að lesa upp orð sem tengjast þeim. Það skiptir ekki miklu máli að orðið sé þá þegar í Wikiorðabókinni þar sem hægt er að bæta orðinu við síðar.
Ég ætti að geta reddað upptökubúnaðnum og er alveg tilbúinn til þess að vera á staðnum. Einhver hér sem hefur sambönd við fólk eða stofnanir sem gætu haft áhuga?
Með kveðju, Svavar Kjarrval