Sæl öll. Við vorum fimm sem mættum á Glætuna í dag (og fleiri sem höfðu látið vita af sér sem voru með í anda) og áttum gott og gagnlegt spjall um stöðuna. Við vorum sammála um það að þetta þyrfti að gera oftar og helst þá fljótlega, t.d. eftir hálfan eða heilan mánuð.
Þó að ekki væri lagt upp með sérstaka dagskrá vantaði ekki umræðuefnin. Möguleg stofnun Wikimedia félags var rædd og því velt upp hvað slík félög í öðrum löndum væru helst að gera og hvort að við þyrftum endilega formbundinn félagsskap til þess að gera þessa hluti. Talað var um að 10-20 áhugasamir þátttakendur væru forsenda þess að halda úti WM félagi. Á meðal mögulegra verkefna íslensks WM-félags var minnst á a.m.k. eftirfarandi atriði: * Þegar stofnanir, söfn og aðrir aðilar eru beðnir um að opna sitt efni og sín gögn þá er það sterkara að formlegur félagsskapur hafi milligöngu um það en einstaklingar. * Kynningarstarf. Það þarf að kynna Wikipediu og önnur WM-verkefni mun meira með auglýsingum, Facebook-hóp, reglulegum opnum fundum o.s.frv. * Námskeiðshald um notkun Wikipediu og annara verkefna.
Þá var rætt um stöðuna á Wikipediu og öðrum WM-verkefnum og hvað mætti betur fara. Menn voru sammála um að lækka þyrfti þröskuldinn fyrir nýliða að taka þátt og að bæta þyrfti allt hjálparefni á WP til þess að gera verkefnið aðgengilegra. Jafnframt var rætt um möguleika á því að búa til leið fyrir almenning, og kannski sérstaklega eldri kynslóðina, til þess að leggja til texta á Wikipediu án þess að viðkomandi þurfi sjálfur að stofna greinina. Það færi þá í gegnum okkur sjálfboðaliðana að vinna með textann og koma honum inn.
Þetta er allt eftir minni og örugglega er ég að gleyma einhverju en þetta var í það minnsta vel heppnað og þarf tvímælalaust að endurtaka innan skamms.
kv.
Sæl aftur, Facebook-síðan "Vinir Wikipediu" er komin í loftið og nýtist vonandi í kynningarstarfi. Lækið og deilið og það allt. Þeir sem vilja vera með í að stýra síðunni geta látið mig vita. https://www.facebook.com/VinirWikipediu
kv. Bjarki
On 4.2.2013 00:03, Bjarki Sigursveinsson wrote:
Sæl öll. Við vorum fimm sem mættum á Glætuna í dag (og fleiri sem höfðu látið vita af sér sem voru með í anda) og áttum gott og gagnlegt spjall um stöðuna. Við vorum sammála um það að þetta þyrfti að gera oftar og helst þá fljótlega, t.d. eftir hálfan eða heilan mánuð.
Þó að ekki væri lagt upp með sérstaka dagskrá vantaði ekki umræðuefnin. Möguleg stofnun Wikimedia félags var rædd og því velt upp hvað slík félög í öðrum löndum væru helst að gera og hvort að við þyrftum endilega formbundinn félagsskap til þess að gera þessa hluti. Talað var um að 10-20 áhugasamir þátttakendur væru forsenda þess að halda úti WM félagi. Á meðal mögulegra verkefna íslensks WM-félags var minnst á a.m.k. eftirfarandi atriði:
- Þegar stofnanir, söfn og aðrir aðilar eru beðnir um að opna sitt efni
og sín gögn þá er það sterkara að formlegur félagsskapur hafi milligöngu um það en einstaklingar.
- Kynningarstarf. Það þarf að kynna Wikipediu og önnur WM-verkefni mun
meira með auglýsingum, Facebook-hóp, reglulegum opnum fundum o.s.frv.
- Námskeiðshald um notkun Wikipediu og annara verkefna.
Þá var rætt um stöðuna á Wikipediu og öðrum WM-verkefnum og hvað mætti betur fara. Menn voru sammála um að lækka þyrfti þröskuldinn fyrir nýliða að taka þátt og að bæta þyrfti allt hjálparefni á WP til þess að gera verkefnið aðgengilegra. Jafnframt var rætt um möguleika á því að búa til leið fyrir almenning, og kannski sérstaklega eldri kynslóðina, til þess að leggja til texta á Wikipediu án þess að viðkomandi þurfi sjálfur að stofna greinina. Það færi þá í gegnum okkur sjálfboðaliðana að vinna með textann og koma honum inn.
Þetta er allt eftir minni og örugglega er ég að gleyma einhverju en þetta var í það minnsta vel heppnað og þarf tvímælalaust að endurtaka innan skamms.
kv.
Sammála því að hittast aftur svona fljótlega.
Meðal pælinga hjá mér var að auka ímynd íslenska Wikipedia með fækkun stubba og fjölgun greina með skipulögðum hætti, nokkurn veginn eins og gert er í 10 ára afmælis-átakinu. Ætla að reyna að hjálpa til með það með vélrænum aðferðum svo það verði auðveldara að vita hvaða greinar þurfa upplyftingu hvað lengd varðar (eða tilvist).
Eins og ég benti á má ekki gleyma íslenska Wiktionary en sá vefur fær um 1/10 af þeim flettingum sem íslenska Wikipedia fær.[1] Í öllu fárinu í kringum íslenska Wikipedia má ekki gleyma Wiktionary.
Þá væri einnig ekki svo vitlaust að taka listann yfir vinsælustu greinar enska Wikipedia og passa að þau málefni fái fullnægjandi umfjöllun í íslensku útgáfunni og séu til yfirhöfuð sem greinar.[2] Að sama leyti ætti að passa að þær greinar séu ekki stubbar. Gæti reynt að gera þetta sjálfvirkt sem hluta af WikiStats en lofa engu um tímasetningar.
Akigka er duglegur við að gera lista yfir greinar og væri hægt að nota þá sem viðmið um hvaða greinar mætti bæta, eins og með lönd heimsins.[3] Í stuttu máli, hafa to-do lista yfir greinar sem þarf að bæta og hvað vantar í þær. Viðkomandi eða einhver annar geta síðan dundað sér við það og strikað yfir vísunina þegar því verki er lokið að hans mati.
- Svavar Kjarrval
[1] skv. http://www.kjarrval.is/wiki/ http://www.kjarrval.is/wiki/ [2] https://toolserver.org/~johang/wikitrends/english-most-visited-this-month.ht... https://toolserver.org/%7Ejohang/wikitrends/english-most-visited-this-month.html [3] https://is.wikipedia.org/wiki/Notandi:Akigka/L%C3%B6nd_heimsins
On 04/02/13 00:03, Bjarki Sigursveinsson wrote:
Sæl öll. Við vorum fimm sem mættum á Glætuna í dag (og fleiri sem höfðu látið vita af sér sem voru með í anda) og áttum gott og gagnlegt spjall um stöðuna. Við vorum sammála um það að þetta þyrfti að gera oftar og helst þá fljótlega, t.d. eftir hálfan eða heilan mánuð.
Þó að ekki væri lagt upp með sérstaka dagskrá vantaði ekki umræðuefnin. Möguleg stofnun Wikimedia félags var rædd og því velt upp hvað slík félög í öðrum löndum væru helst að gera og hvort að við þyrftum endilega formbundinn félagsskap til þess að gera þessa hluti. Talað var um að 10-20 áhugasamir þátttakendur væru forsenda þess að halda úti WM félagi. Á meðal mögulegra verkefna íslensks WM-félags var minnst á a.m.k. eftirfarandi atriði:
- Þegar stofnanir, söfn og aðrir aðilar eru beðnir um að opna sitt efni
og sín gögn þá er það sterkara að formlegur félagsskapur hafi milligöngu um það en einstaklingar.
- Kynningarstarf. Það þarf að kynna Wikipediu og önnur WM-verkefni mun
meira með auglýsingum, Facebook-hóp, reglulegum opnum fundum o.s.frv.
- Námskeiðshald um notkun Wikipediu og annara verkefna.
Þá var rætt um stöðuna á Wikipediu og öðrum WM-verkefnum og hvað mætti betur fara. Menn voru sammála um að lækka þyrfti þröskuldinn fyrir nýliða að taka þátt og að bæta þyrfti allt hjálparefni á WP til þess að gera verkefnið aðgengilegra. Jafnframt var rætt um möguleika á því að búa til leið fyrir almenning, og kannski sérstaklega eldri kynslóðina, til þess að leggja til texta á Wikipediu án þess að viðkomandi þurfi sjálfur að stofna greinina. Það færi þá í gegnum okkur sjálfboðaliðana að vinna með textann og koma honum inn.
Þetta er allt eftir minni og örugglega er ég að gleyma einhverju en þetta var í það minnsta vel heppnað og þarf tvímælalaust að endurtaka innan skamms.
kv.