(Þessi skilaboð eru send á nokkra umræðuhópa sem ég taldi viðkomandi þessu máli)
Ég er farinn að búa til hjólakort af Íslandi fyrir Garmin tæki upp úr OpenStreetMap gögnunum. Þessi kort eru eins og venjuleg Garmin kort nema að hlutir á kortinu sem viðkoma hjólum eru sérlega áberandi, t.d. hjólastígar, stæði fyrir hjól, reiðhjólaverslanir, vatnshanar svo eitthvað sé nefnt:
http://wiki.openstreetmap.org/index.php/Garmin_map_of_Iceland
Það vantar enn mikið upp á á þessum kortum en þau eru alltaf að verða betri eftir því sem bætt er við openstreetmap verkefnið:
http://wiki.openstreetmap.org/index.php/Main_Page
Ef einhverjir vilja hjálpa til við að búa til svona kort er tilvalið að fara út að hjóla með GPS tækið og bæta svo inn gögnum á OpenStreetMap.
Í Bretlandi eru OpenStreetMap kortin bestu hjólakort af landinu sem til eru og engin ástæða til að það gæti ekki orðið tilfellið hér, ekki er samkeppnin mikið allavegana. Hér má t.d. sjá kort af london með hjólaleiðum merktum inn á:
http://www.gravitystorm.co.uk/osm/?zoom=13&lat=6710742.75466&lon=-12...
Ef fólk hér hefur áhuga á því að aðstoða verkefnið er tilvalið að fara út að kortleggja og/eða setja sig í samband við restina af verkefninu á Íslandi, sem er bæði með póstlista og wiki-síðu:
http://lists.openstreetmap.org/listinfo/talk-is http://wiki.openstreetmap.org/index.php/WikiProject_Iceland