Samála ykkur báðum, en til þess að ná til fólks held ég að mikilvægast sé að hitta fólk í eigin persónu. Til þess þarf maður að vera tilbúinn til að mæta hér og þar til að kynna fyrir fólki hvernig þetta virkar og svara spurningum. Ég finn mikið fyrir því þegar ég er að reyna að fá fólk til að vera með að fólki finnst w hjálpin óárennileg og vill frekar fá mann yfir öxlina á sér til að skýra út hlutina. Því finnst mér mikilvægt að hittast og stilla saman strengina og í framhaldi af því hafa samband við til dæmis skóla eins og þið nefnið og reyna að koma því við að hægt væri að koma á kynningu í tölvuverum þeirra. Hvort heldur sem er ákveðna bekki eða bara meðal þeirra sem væru áhugasamir. En til þess þarf maður að geta haft samband við kennara og/eða skólastjórnendur í nafni einhvers (sem er það sem við erum að skapa núna, það er undirbúningsfélag að stofnun wikimedia félags á Íslandi).
Bragi