Töluðum um á síðasta fundi að hittast eftir hálfan mánuð, sem væri þá á sunnudaginn næstkomandi. Stendur það ekki ennþá, eigum við ekki að stefna á sunnudaginn á sama stað og sama tíma? Ég get talað við vertan á Glætunni upp á hvort þessi tími væri ekki laus aftur, það er 16:30.
Er búin síðan á fundinum síðast að vera að setja mig inn í önnur wiki verkefni, fyrst og fremst orðabókina sem fram hefur komið að fær töluvert af heimsóknum þótt virknin á henni sé lítil. Það er sýnist mér aðeins ein manneskja að halda henni við og önnur á hliðarlínunni svo ljóst er að þarna þarf eitthvað að gera til að vinna hana upp og fleiri að taka þátt.
Er með orðabókaefni sem er með útrunninn höfundarrétt sem Gneistinn ætlar að skanna inn fyrir mig og ég fara yfir (bara lítið hver) og flytja svo inn á wiki þar sem hægt er síðan að vísa í hana sem og nota efnið úr henni beint.
Finnst mikið vanta upp á að tengingar milli wiki verkefnanna séu notaðar, eins og að tengja alltaf í orðabókina ef til er viðkomandi orð á heiti greina á wikipedíunni, bara slíkir litlir hlutir eru byrjuninn til þess að láta allt tala saman og styrkja þannig heildina með lítilli fyrirhöfn. Er sjálfur byrjaður á að tengja slíkar greinar sem ég hef verið að vinna í sem og stofna viðkomandi orð í orðabókinni.
kv Bragi