Ég er nú þegar búinn að í sambandi við WMF vegna þessa hóps sem við höfum verið að reyna að koma af stað og get spurt að þessu. Ég sé þó ekki fyrir mér að slíkur félagsskapur geti hlotið samþykki WMF sem formlegur samstarfsaðili á Íslandi nema hann standi sjálfstæður og hafi fókusinn eingöngu á WM-verkefnum. En ég er satt best að segja ekki mjög bjartsýnn á það að Wikimedia Ísland verði að veruleika á næstunni þar sem það virðist vanta talsvert upp á að við höfum 10-20 manna kjarna sem hefur áhuga á þessu.
Hvað lénið varðar þá má vel vera að WMF samþykki frekar að FSFÍ sé handhafi lénsins fremur en þriðji aðili sem notar það í ágóðaskyni. Ég skal athuga það. Hvað núverandi handhafa lénsins varðar þá legg ég til að við nálgumst hann varlega og bjóðum honum að klára skráningartímabilið sem hann er búinn að greiða fyrir og afhenda þá lénið að því loknu til þess aðila hér á landi sem getur nýtt það með eðlilegri hætti.
On 5.3.2013 15:01, Svavar Kjarrval wrote:
Leit yfir listann yfir WikiMedia félög og öll hafa þau WikiMedia í nafninu. Það virðist hins vegar ekki vera skylda svo best sem ég sé. Fyrirkomulagið að hafa deild inn í öðru félagi virðist ekki enn hafa hlotið formlegt samþykki hingað til. Samtökin gætu samt haft áhyggjur af því að FSFÍ hafi margt annað að gera líka eða vilja ekki að að formlega samþykkt félög blandi sér í önnur málefni.
Er annars ekki sterkara í samskiptum við hið opinbera ef bæði FSFÍ og WikiMedia Ísland myndu mæla með einhverju eða mótmæla, en ekki bara annað félagið?
Ætti samt ekki að saka að spyrja WikiMedia Foundation að þessu. Hver vill taka það að sér?
- Svavar Kjarrval
On 05/03/13 14:25, Tryggvi Björgvinsson wrote:
Þann þri 5.mar 2013 14:16, skrifaði Bragi Halldorsson:
Gæti semsagt wikimediafélag hér á landi með viðurkenningu sem málsvari WikiMedia Foundation (eða er það ekki það sem slíkt félag yrði?) verið handhafi lénsinns?
Væri mögulegt að gera þetta í gegnum FSFÍ? Það eru skráð félagasamtök sem eiga að sameina ýmis verkefni sem tengjast frjálsri þekkingu, frjálsri menningu, frjálsum hugbúnaði, frjálsum samskiptum - einmitt til þess að það þurfi ekki að stofna "obb'slega" mikið af litlum félögum.
WikiMedia Ísland gæti verið nokkurskonar "deild" innan þess félags.
/Tryggvi - sem er biased þar sem ég er einn af stofnfélögum og titlaður formaður FSFÍ
WikiIS-l mailing list WikiIS-l@lists.wikimedia.org https://lists.wikimedia.org/mailman/listinfo/wikiis-l
WikiIS-l mailing list WikiIS-l@lists.wikimedia.org https://lists.wikimedia.org/mailman/listinfo/wikiis-l