Ég hef breytt póstsíjunni þannig að ekki er lengur hægt að senda póst á listann nema var áskrifandi að honum, mér þykir leitt að þurfa að grípa til þessara ráða en eins og málin standa einfaldlega nenni ég ekki að fá um fimm tölvupósta á dag um viagratöflur, typpa– og brjóstastækkanir, frá nígerískum prinsum auk ýmiss bulls á tungumálum sem ég skil ekki.
Ef einhver vill taka að sér „starf" „list moderators" er hægt að slökkva á þessu aftur, en ekki nenni ég að fara yfir þetta sorp allt.