Sæl öll og afsakið krosspóstun,
Árleg ráðstefna FSFÍ um stafrænt frelsi verður haldin í þriðja sinn þann
1. desember næstkomandi á Háskólatorgi, stofu HT-104.
Aðalfyrirlesarar ráðstefnunnar í ár verða Christer Gundersen frá
Friprogsenteret í Noregi og Karen Reilly frá TOR verkefninu en auk
þeirra verður fjöldi áhugaverðra innlendra fyrirlesara.
Ráðstefnan í ár verður opnuð af mennta- og menningarmálaráðherra,
Katrínu Jakobsdóttur, klukkan 09:00 og stendur allt þar til
Frelsisverðlaun FSFÍ árið 2010 hafa verið afhent klukkan 17:00.
Dagskrá ráðstefnunnar í ár má sjá í meðfylgjandi skjali og hér fyrir
neðan. Vinsamlegast áframsendið auglýsinguna til allra sem þið haldið
að hafið áhuga.
Ráðstefnan er eins og alltaf ókeypis og opin fyrir alla.
Þeir sem vilja leggja FSFÍ lið við skipulagningu ráðstefnunnar er bent
á að hægt er að styrkja FSFÍ með fjárframlagi. Reikningsnúmer FSFÍ er
526-26-3638 og kennitala félagsins er 470308-1170. Allir sem styrkja
FSFÍ fara á styrktaraðilalista FSFÍ http://www.fsfi.is/styrktaradilar/
nema óskað sé eftir nafnleynd.
Dagskrá ráðstefnunnar:
09:00 Skráning og kaffi
10:00 Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra
Kynning og opnun ráðstefnu
10:20 Christer Gundersen
Frjáls hugbúnaður hjá norskum stjórnvöldum
11:20 Sigurbjörg Jóhannesdóttir
Opin námsgögn
11:40 Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir
Frjálst efni á Tungumálatorgi
12:00 Snorri Þór Tryggvason
Cloudberry verkefnið
12:20 Hádegishlé
13:00 Gunnar Grímsson
Stafrænt lýðræði með samráðskerfum
13:20 Birita í Dali
Viðskiptalíkön fyrir frjálsa menningu
13:40 Hildur Björn Vernudóttir
Frjáls hugbúnaður í litlum og miðlungsstórum fyrirtækjum
14:00 Bjarni Rúnar Einarsson
1000x stækkun vefsins með PageKite.net
14:20 Anna Jonna Ármannsdóttir
Frjáls hugbúnaður í Háskóla Íslands
14:40 Kaffihlé
15:00 Karen Reilly
TOR: Privacy, anonymity, and freedom of expression
16:00 Berglind Ósk Bergsdóttir
Stafrænt frelsi og umhverfisvernd
16:20 Jóhannes Birgir Jensson
Frjálsar bókmenntir og Gutenberg verkefnið
16:40 Frelsisverðlaun FSFÍ 2010
17:00 Ráðstefnuslit
Yfirlitssíða ráðstefnunnar:
http://www.fsfi.is/atburdir/radstefna-um-stafraent-frelsi-2010/
Facebook atburður ráðstefnunnar:
https://www.facebook.com/event.php?eid=172903766062293
Vefsíða Friprogsenteret: http://friprog.no/
Vefsíða TOR verkefnisins: https://www.torproject.org/http://fsfi.is/