Ég ætla að senda þetta bréf á flokkana í kvöld eða á morgun. Ég geri það alfarið í eigin nafni fremur en að blanda WMF í málið, þeim þykir það óheppilegt að koma að svona beiðni þegar það er einhvers konar stjórnmálavinkill á því og ég virði það. Sambærilegar beiðnir til annara aðila sem hafa yfir að ráða myndasöfnum eru hins vegar klárlega eitthvað sem við getum unnið í áfram.

kv.
Bjarki

On 26.2.2013 10:39, Svavar Kjarrval wrote:
Píratar tóku málið fyrir á fundi 21. febrúar sl. og voru sammála því að
myndir teknar fyrir flokkinn ættu almennt að vera í CC. Fundargerð vísar
bara í myndir af frambjóðendum en þetta er það sem gerðist á fundinum. :þ

Sakar samt ekki að senda bréfið samt sem áður til Pírata upp á
áminninguna. Stundum eru hlutir ræddir en týnast í öllu öðru sem þarf að
gera.

- Svavar Kjarrval

On 26/02/13 10:24, Bragi Halldorsson wrote:
Ertu Bjarki búin að senda þetta bréf á stjórnmálaflokkanna? Ég var að
hugsa um að til viðbótar því væri pæling að skrifa jafnframt
lesendabréf um sama efni, en þá með breiðari skírskotun, eins og til
félagasamtaka í blöðin? Þetta er mjög þarft mál að vekja athygli á.

kv
Bragi
_______________________________________________
WikiIS-l mailing list
WikiIS-l@lists.wikimedia.org
https://lists.wikimedia.org/mailman/listinfo/wikiis-l

      

_______________________________________________
WikiIS-l mailing list
WikiIS-l@lists.wikimedia.org
https://lists.wikimedia.org/mailman/listinfo/wikiis-l

-- 
Bjarki Sigursveinsson
+354 8215644
Mánagötu 8
105 Reykjavík
Iceland