Tilgangur þessa pósts er að ræða það hvernig við getum í sameiningu vakið áhuga og vitneskju um Wikipedia verkefnið.
Aðalmarkmiðið yrði þá fyrst og fremst að fá fleira fólk til að bæta við efni hérna auk þess auðvitað að fá lesendur á það efni sem hér er.
Hafa svona aðferðir virkað ágætlega, danskan sem dæmi var að svipaðri stærð og við þegar þeir fengu eitthvað blað til að skrifa grein um sig og fengu þessa líka rosalegu umfjöllun út á það.
Það sem við gætum meðal annars gert væri:
1. Klína upp þessum plaggötum ( http://is.wikipedia.org/wiki/Wikipedia:Augl%C3%BDsingar ) á veggi skóla landsins. 2. Senda póst á skóla, bókasöfn og aðarar álíka stofnanir og fá þá til að prenta þetta út hjá sér og klína upp á vegg. 3. Kynna þetta annars staðar á hinu íslenska interneti, t.d. á póstlistum og fleira 4. Senda DV,Fréttablaðinu,Mogganum,RÚV,S1,Norðurljósum og öðrum svona staðlað bréf og segja þeim frá þessu